Ísnet gaf þetta veglega net.
Fimmtudaginn 12. febrúar var haldin undankeppni í íþróttahúsinu. Þar kepptu nemendur úr valgreininni íþróttafræði/skólahreysti undir stjórn Alfreðs íþróttakennara um sæti í Skólahreystikeppninni sem fram fer á Akureyri 11. mars nk. Sú keppni er önnur af tveimur í undankeppni skóla á Norðurlandi og tryggir skólunum með bestan árangur sæti í aðalkeppninni.
Niðurstaðan varð sú að fyrir hönd Árskóla keppa eftirfarandi nemendur. Hera Sigrún Ásbjarnardóttir 9. bekk, Laufey Harpa Halldórsdóttir 9. bekk og Berglind Ósk Skaptadóttir 9. bekk (varamaður), Ísak Dagur Viktorsson 9. bekk, Óðinn Smári Albertsson 9. bekk og Aron Már Jónsson 10. bekk (varamaður). Til að styðja við bak okkar ágætu fulltrúa fara 9. bekkingar með rútu á keppnina. Fyrirkomulag ferðarinnar verður nánar útfært þegar nær dregur og foreldrar látnir vita í tölvupósti.