Skólaferðalag 7. bekkjar

7. bekkingar komu heim í gær úr þriggja daga, afar vel heppnuðu ferðalagi um Suðurland. Á suðurleið var stoppað við Þrístapa til að skoða minnisvarðann um síðustu aftöku á Íslandi, gengið á Grábrók í Borgarfirði, þjóðgarðurinn á Þingvöllum heimsóttur, farið í sund á Selfossi og gist á Úlfljótsvatni. Næsta dag fóru 7. bekkingar á höfuðborgarsvæðið og eyddu deginum í keilu og Lasertag, heimsóttu Stöð 2, fóru í sund og bíó. Gist var í KR-heimilinu í Frostaskjóli. Myndir úr ferðinni má sjá hér.