RÚV í heimsókn

Í gær kom fulltrúi frá Matís í heimsókn til að kynna fyrir 10.bekkingum nýtt myndband sem unnið var af Skottu um Lífhagkerfið. Nemendur fengu fræðslu frá Ragnhildi Friðriksdóttur um lífhagkerfið ásamt því að horfa á 360° myndband í VR gleraugum skólans sem nýverið hefur verið fest kaup á. Rúv var á staðnum ásamt blaðamanni frá Feyki og fjallaði um herlegheitin í kvöldfréttum sínum í gær eins og sjá má á meðfylgjandi klippu (Umfjöllunin um Árskóla hefst á 16:11)

http://ruv.is/sarpurinn/ruv/frettir/20161003

http://ruv.is/frett/360-gradu-syndarveruleiki-a-saudarkroki