Niðurstöður úr eineltiskönnun Olweusar

Árleg nemendakönnun þar sem staða eineltismála er skoðuð var lögð fyrir í Árskóla í nóvember s.l. Sambærileg könnun hefur verið lögð fyrir nemendur frá árinu 2002.

Í Árskóla mælist nú 4,5% einelti sem er það sama og landsmeðaltalið. Við erum aldrei ánægð þegar einelti mælist í skólanum okkar og hvetur það okkur til að slá aldrei slöku við.

Umsjónarkennarar hafa unnið markvisst að því að finna þessa nemendur og vinna með þeirra mál.

Niðurstöður könnunarinnar hafa verið kynntar fyrir nemendum og starfsfólki skólans og hefur verið unnið með niðurstöðurnar á bekkjarfundum og starfsmannafundum. Áfram er unnið ötullega gegn einelti í Árskóla með ýmsum hætti, s.s. með bekkjarfundum og fræðslu fyrir nemendur, fræðslu og umræðufundum fyrir starfsfólk og öflugri eineltisáætlun sem stöðugt er í endurskoðun. Helstu niðurstöður könnunarinnar má sjá hér