Mánudaginn 20. nóvember fengum við gesti frá Netumferðarskólanum sem er samstarfsverkefni Persónuverndar og Fjölmiðlanefndar og miðar að því að efla fræðslu um persónuvernd og miðlalæsi sem hluta af netöryggi barna í stafrænni tilveru. Fjallað var um mikilvægi þess að vera gagnrýninn á upplýsingar á netinu, að fá samþykki fyrir myndbirtingum, óumbeðnar myndsendingar og aldurstakmörk á hinum ýmsu miðlum. Gestirnir hittu nemendur í 4. - 7. bekk og ræddu við hvern árgang í eina kennslustund. Eftir hádegi var fyrirlestur um netöryggismál fyrir starfsfólk skólans. Foreldrar nemenda í 4. - 7. bekk hafa fengið upplýsingar um efnið frá Netumferðaskólanum.
Verkefnið þetta er hluti af aðgerðaráætlun stjórnvalda í netöryggi og styrkt af Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu. Nánari upplýsingar um verkefnið: Fræðsluferð um land allt um mikilvægi persónuverndar, miðlalæsis og netöryggis barna í stafrænni tilveru