Nemendur í útivistarvali í 9. og 10. bekk í viðtali á N4.

Í vetur bauðst nemendum í 9. og 10. bekk í fyrsta sinn að velja útivist sem valfag. Tímarnir voru skipulagðir í fimm lotum, u.þ.b. 3-4 klukkustundir í senn. 

Verkefni útivistarvalsins eru fjölbreytt. Í fyrsta tímanum fór hópurinn í heimsókn í Siglingaklúbbinn á Sauðárkróki. Í öðrum tímanum var hjólað út að Reykjum og kíkt í Grettislaug. Í þriðja tímanum átti að fara í fjallgöngu en sökum þess að þoka lá í hlíðum Tindastóls og Molduxa var ákveðið að ganga út að Hegranesvita. Í fjórða tímanum var farið á skíði og verkefni fimmta tímans, sem átti upphaflega að vera fyrsta verkefni vetrarins, var að fara í berjamó, týna ber og vinna úr því sem gæfist. Þar sem engin ber var að finna í haust þurfti að finna annað verkefni fyrir nemendurna.

Í staðinn var ákveðið að hittast á aðventunni og grilla pylsur og brauð við eldstæði og að auki kom upp hugmynd að snjómokstri fyrir bæjarbúa.  Nemendurnir hafa nú þegar sinnt nokkrum verkefnum. 

Sjónvarpsstöðin N4 kom og hitti á kennara og nemendur á meðan þeir mokuðu hjá fyrrverandi starfsmanni skólans.

 

http://www.n4.is/is/thaettir/file/ungir-moka-snjo-a-saudarkroki