N4 í heimsókn í Árskóla

Sjónvarpsstöðin N4 brá sér í heimsókn í Árskóla til að kynna sér nýja kennsluhætti í 8. bekk. Krakkarnir hafa verið brautryðjendur í vetur með iPad 1:1 verkefni sem felst í því að hver nemandi mætir með sitt eigið tæki og kennslan færist úr hinu hefðbundna bókaformi yfir á rafrænt form. Var fylgst með kennslustund hjá krökkunum og nokkur viðtöl tekin sem hægt er að sjá hér.