Allir árgangar á unglingastigi verða á fundi á morgun, þriðjudaginn 19. nóvember, með Magnúsi Stefánssyni, forvarnarfulltrúa Maritafræðslunnar. Fræðslan ber heitið "Hættu áður en þú byrjar".
Liður í forvarnafræðslunni er að bjóða foreldrum að sjá og heyra hvaða fræðslu ungmennin hafa fengið og er tilgangurinn að samhæfa aðgerðir foreldra í því að byggja upp unglinga sem geta sagt nei við neyslu á vímuefnum.
Eitt af því mikilvægasta í því sambandi er að foreldrar ræði við unglinginn um skaðsemi vímugjafa og er fræðslan hugsuð sem vettvangur fyrir foreldra og ungmenni þeirra til að ræða saman. Foreldrar eru hvattir til að mæta og taka höndum saman í átaki gegn fíkniefnaneyslu unglinga.
Foreldrar 8. bekkinga eiga fund með Magnúsi kl. 17:30 á morgun í matsal skólans (þriðjudagur 19. nóvember)
Foreldrar 9. og 10. bekkinga eiga fund með Magnúsi kl. 18:00 á miðvikudag í matsal skólans (miðvikudagur 20. nóvember)