Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í sal FNV í gær, þriðjudaginn 12. apríl. Þar lásu fulltrúar úr 7. bekkjum skólanna í Skagafirði upp úr bókinni Flugan sem stöðvaði stríðið eftir Bryndísi Björgvinsdóttur og ljóð eftir eftir Guðmund Böðvarsson. Einnig lásu nemendur ljóð að eigin vali.
Nemendur stóðu sig allir með mikill prýði og skemmtu áheyrendum með góðri túlkun á mismunandi textum.
Á meðan dómarar keppninnar drógu sig í hlé voru flutt tónlistaratriði og varamenn frá skólunum lásu ljóð að eigin vali.
Úrslit urðu þau að Jón Hjálmar Ingimarsson í Varmahlíðarskóla varð í 1. sæti, Eva María Rúnarsdóttir í Árskóla varð í 2. sæti og Helena Erla Árnadóttir í Árskóla í 3. sæti.
Einnig hlaut Hafsteinn Máni Björnsson í Varmahlíðarskóla sérstaka viðurkenningu fyrir jafnan og góðan lestur.
Allir þátttakendur fengu blóm og bók sem viðurkenningu fyrir þátttökuna, en einnig voru veitt peningaverðlaun fyrir verðlaunasætin.