Alfreð Guðmundsson, kennari við Árskóla, gaf út skemmtilega ljóðabók, Dýrin á Fróni, með vísum sem hann orti um íslensku dýrin. Stefan Sand, kórstjóri í Módettukórnum, Vox feminae og Hljómeyki samdi gullfalleg lög við allar vísurnar. Hjónin Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran og Francisco Javier Jáuregui gítarleikari sem skipa tvíeykið Dúó Atlantico, heimsóttu Árskóla í dag og fluttu ljóðin fyrir nemendur mið- og yngsta stigs. Gerðu nemendur góðan róm að flutningnum og kunnum við öllum þeim sem komu að þessum tónleikum bestu þakkir. Þess má geta að Alfreð hefur einnig samið ljóð og gefið út ljóðabók um íslensku fuglana.