Lestrarátak Ævars vísindamanns

Krakkar í grunnskólum landsins lásu alls 54 þúsund bækur í lestrarátaki Ævars vísindamanns, en dregið var úr innsendum lestrarmiðum í morgun.

Allir krakkar í fyrsta til sjöunda bekk grunnskóla gátu tekið þátt í átakinu sem stóð yfir frá ársbyrjun til 1. mars.

Í tilkynningu segir að stærstur hluti grunnskóla landsins hafi sent inn inn lestrarmiða, sem og Gladsaxeskóli í Danmörku þar sem íslenskir krakkar stunda nám. 

„Krakkarnir sem dregnir voru úr lestrarátakspottinum eru í Grunnskólanum í Sandgerði, Laugarnesskóla, Hörðuvallaskóla, Árskóla Sauðárkróki og Hríseyjarskóla. Þau fá það í verðlaun að vera gerð að persónum í stórhættulegri ævintýrabók, Bernskubrek Ævars vísindamanns: Vélmennaárásin, sem kemur út í apríl.

Í fyrra voru rúmlega 60 þúsund bækur lesnar á fjórum mánuðum í sama átaki , sem þýðir að tæpar 115 þúsund bækur hafa nú verið lesnar í lestrarátökum Ævars.“

Sæþór Pétur Hjaltason í 3. bekk var dreginn út og óskum við honum kærlega til hamingju með það að fá að verða persóna í næstu bók Ævars.