Lestrarátak Ævars vísindamanns

Árskóli tekur þátt í lestrarátaki Ævars vísindamanns. Lestrarátakið hefst 1. október og stendur til 1. febrúar 2015.
Það fer þannig fram að börnin lesa 3 bækur og kvitta foreldrar/forsjáraðilar eða umsjónarkennarar á lestrarmiða sem fylgja  átakinu. Miðunum skila þau svo á skólasafnið og fá þá nýjan miða.  Þegar átakinu lýkur verða allir miðarnir sendir til Ævars. Hann dregur 5 miða  úr pottinum og munu nöfn þeirra barna verða sögupersónur í bók sem Ævar skrifar. Sjá nánar á heimasíðu Ævars: