Lestrarátak

12. – 23. sept. verður lestrarátak hjá 1.-7. bekk.  Lestrarspretturinn kallast „Á grænni grein“.

Markmiðið er að fá krakkana til að lesa meira en venjulega til að auka lestrarhraða og skilning.

Þau skrá á pappírslaufblað upplýsingar um hverja bók sem þau lesa eða er lesin fyrir þau.

Hver árgangur hefur sinn lit. Laufblöðin verða hengd á trjágrein sem verður staðsett í matsal skólans.

Verður gaman að fylgjast með þegar tréð laufgast í öllum regnbogans litum.

Foreldrar/forsjáraðilar eru vinsamlega beðnir um að hvetja börn sín til lesturs og /eða lesa fyrir þau.