Kynningarmyndbönd

Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Samiðn hafa látið útbúa 4 stutt myndbönd sem eru ætluð náms- og starfsráðgjöfum og nemendum sem standa frammi fyrir því að velja nám og starf. Lögð er áhersla á að kynna störf og þau tækifæri sem felast í störfum í byggingariðnaði og málmiðnaði. Hvert myndband er 90 sekúnda langt og er mikilvægt að horfa á þau öll til að fá heildarmyndina. Það er trú okkar að myndböndin gefi góða innsýn í störf í byggingar- og máliðnaði og eigi að létta undir með ungu fólki að velja sér framtíðarstarf. Það er vöntun á ungu fólki í iðnaði og allir þeir sem áhuga hafa á að koma til starfa og gera iðnaðarmannastarfið að framtíðar starfi eru boðnir velkomnir.

Smíða - http://www.youtube.com/watch?v=4AiHgfpNW-g
Byggja - http://www.youtube.com/watch?v=eAeAicLtNaA
Framleiða - http://www.youtube.com/watch?v=CYpLx5qExn4
Um störfin - http://www.youtube.com/watch?v=ptVy80qqy70