Kynningarfundur um innritun í framhaldsskóla

Í morgun var haldinn kynningarfundur fyrir nemendur 10. bekkjar og foreldra/forsjáraðila þeirra. Farið var yfir framhaldsskólakerfið, innritunarferlið og fleiri þætti sem vert er að hafa í huga þegar líður að innritun. Hér er að finna glærukynninguna sem Margrét Arnardóttir náms- og starfsráðgjafi studdist við í morgun. Ef einhverjar spurningar vakna er ykkur velkomið að hafa samband við Margréti annað hvort með tölvupósti á netfangið margretba@arskoli.is eða með því að hringja í 455-1100.