Kynningarfundir/morgunfundir fyrir foreldra varðandi vetrarstarfið verða haldnir sem hér segir:
Kynningarfundur í 10. bekk verður fimmtudaginn 3. okt. kl. 17:30 og er sameiginlegur fundur um kynningu á skólastarfinu og kynningu á Danaheimsókn sem verður í næstu viku.
Kvöldfundir í námskeiðsformi verða haldnir í 1. bekk 8. október kl. 18:00 og í 8. bekk, væntanlega fljótlega eftir vetrarfrí. Fundirnir verða auglýstir sérstaklega með dreifibréfi.
Á kynningarfundunum munu umsjónarkennarar kynna vetrarstarfið.
Fundirnir hefjast með stuttum sameiginlegum fundi í matsal, en síðan fara umsjónarkennarar með foreldrahópinn í bekkjarstofu. Gert er ráð fyrir að morgunfundunum ljúki kl. 9:15.
7. bekkur fimmtudaginn 3. okt. kl. 08:15
2. bekkur mánudaginn 7. okt. kl. 08:15
6. bekkur þriðjudaginn 8. okt. kl. 08:15
3. bekkur miðvikudaginn 9. okt. kl. 08:15
5. bekkur fimmtudaginn 10. okt. kl. 08:15
4. bekkur þriðjudaginn 15. okt. kl. 08:15
9. bekkur þriðjudaginn 22. okt. kl. 08:15
Óskað er eftir að fulltrúi komi frá hverju heimili. Látið vita um forföll til ritara í síma 455 1100 eða í tölvupósti á netfangið ritari@arskoli.is.