Kynning á matsferli

Við erum afar stolt af faglegu starfi Árskóla. Hann er einn af 26 skólum á landinu sem leitað var til af Miðstöð menntunar- og skólaþjónustu til að forprófa stöðu- og framvindupróf í lesskilningi og stærðfræði. Í gær komu þær Katrín Ósk Þráinsdóttir læsisráðgjafi og Signý Einarsdóttir talmeinafræðingu, starfsmenn stofnunarinnar og héldu fræðslukynningu fyrir starfsfólk Árskóla um prófin. Þau verða lögð fyrir nemendur okkar á tímabilinu 17. mars til 11. apríl í 4. - 10. bekk.