Kokkakeppni 10.bekkjar

Kokkakeppni haustannar hjá 10. bekk var haldin fimmtudaginn 12. desember og tóku 5 lið þátt að þessu sinni. Það var greinilegt að metnaðurinn var mikill og var því úr vöndu að velja fyrir dómarana, sem að þessu sinni voru Atli Víðir Arason, Ásta Búadóttir og Eiður Baldursson. Berum við þeim okkar bestu þakkir fyrir að hjálpa okkur að gera keppnina að veruleika með þeirra þátttöku.

Að þessu sinni framreiddu Alexander og Ísidór lax í austurlenskri sósu með grænmeti, 

Hallur, Kristján Leó og Ásta nautakofkas með rauðkáls hrásalati og hvítlauksbrauði, 

Bjartmar og Helgi kjúklingamaestro borgara með mexíkóosti og guacamole,

Ragnheiður, Fanney Klara og Lára fylltar kartöflur með osti, beikoni og hakki og

Súsanna og Efemía svepparisotto með hvítlauks parmesan kjúklingi.

Eftir miklar vangaveltur dómara voru Súsanna og Efemía í öðru sæti og fengu þær bragðaref að eigin vali í verðlaun frá N1. 
Í fyrsta sæti urðu þær Ragnheiður, Fanney Klara og Lára og unnu þær máltíð út að borða á Kaffi Krók. 

Þökkum við N1 og Kaffi Krók hjartanlega fyrir veglega vinninga og óskum við krökkunum til hamingju með frábæra frammistöðu.