Jóladagskrá í Árskóla

Þriðjudaginn 10. desember verður jólakortadagur í skólanum kl. 10:00 til hádegis. Allir nemendur skólans vinna að jólakortagerð. Nemendur fá pappír til kortagerðar í skólanum, en þurfa að hafa með sér efni og áhöld til kortagerðar (lím, skæri, límmiða, skreytiefni o.fl.).

Nemendur í 1. - 4. bekk vinna að „jólaverkefnum“ þennan tíma – stundatafla gildir.

Fimmtudagur 12. desember: Lúsíuhátíð 6. bekkinga. Nemendur 6. bekkjar fara um bæinn og syngja Lúsíusöngva á eftirfarandi stöðum:

Kl. 10:30         Ársalir (yngra stig/eldra stig)

Kl. 15:00         Heilbrigðisstofnunin

Kl. 15:20         Stjórnsýsluhús

Kl. 15:40         Byggðastofnun/Íbúðalánasjóður

Kl. 16:00         Skagfirðingabúð

Kl. 17:00         í Árskóla – opið hús, allir velkomnir.

Föstudaginn 13. desember munu nemendur fá tíma frá kl. 10:00 til hádegis til þess að skreyta stofur og undirbúa stofujól (póstkassar bekkja útbúnir). Stundatafla gildir í 1. – 4. bekk.

Fimmtudaginn 19. desember er kennsla skv. stundaskrá í 1. – 4. bekk og til kl. 13:00 á mið- og unglingastigi. Lokaundirbúningur stofujóla.

Föstudagurinn 20. desember

1.– 4. bekkur:

Hjá nemendum 1. - 4. bekkjar verða stofujól  09:00-10:30 og jólatrésskemmtun í Íþróttahúsinu kl. 10:30-11:30.

Nemendur 1. - 4. bekkjar geta mætt kl. 8:10 og verið til 12:00. Nemendur eru þá í gæslu í sínum stofum.

Árvist tekur við börnum kl. 12:00.

5. – 10. bekkur:

Stofujól hjá nemendum í 5. - 10. bekk kl. 09:00 – 11:00. Jólatré kl. 9:00-9:20 í Íþróttahúsinu.

 

Þessi dagur er síðasti kennsludagur nemenda fyrir jól.

Stofujól í öllum bekkjardeildum eru hátíðleg stund þar sem nemendur koma spariklæddir með kerti, gott  nesti og pakka í pakkaskipti (verðmæti u.þ.b. 700 kr.).