Jóladagskrá Árskóla

Desemberstarfið í Árskóla verður með hefðbundnu sniði og hér á eftir ætlum við að telja upp það sem ber hæst hjá okkur næstu daga. Að venju verður fjölbreytt dagskrá sem ætti að höfða til flestra. Gott er að kíkja á dagskránna og sjá hvenær krakkarnir eiga að vera í kortagerð, stofujólum o.þ.h. uppbrotsdögum.

Þriðjudaginn 8. desember verður jólakortadagur í skólanum kl. 10:00 til hádegis. Umsjónarkennarar með sínum bekk. Aðrir kennarar aðstoða eftir þörfum. Allir nemendur skólans eru í sínum stofum að vinna að gerð metnaðarfullra jólakorta. Nemendur eru hvattir til þess af kennurum og á heimasíðunni að hafa með sér efni og áhöld til kortagerðar því ekki er víst að efnið sem skólinn útvegar dugi. 

Nemendur í 1. - 4. bekk vinna að „jólaverkefnum“ þennan tíma – stundatafla gildir. 

Nemendur miðstigs vinna einnig ýmis „jólaverkefni“. 

Fimmtudagurinn 10. desember er Lúsíudagurinn hjá 6. bekk, sungið í matsal Árskóla kl. 17:00. Jólabingó hjá 10. bekk kl. 20:00 í matsal Árskóla. 

Jólate í 3. - 4. bekk kl. 12:00-13:00 og munu nemendur á yngsta stigi fá tíma í stofuskreytingar um leið.

Föstudaginn 11. desember verður jólate í 1. - 2. bekk kl 12:00-13:00 og munu nemendur á yngsta stigi fá tíma í stofuskreytingar um leið.

Fimmtudaginn 17. desember er kennsla skv. stundaskrá til kl. 13:00. Lokaundirbúningur stofujóla.

Föstudagurinn 18. desember

Allir bekkir byrja í íþróttahúsinu á stuttri jólatrésskemmtun ca. kl. 9:00-9:30. Vinabekkir saman.

1.– 4. bekkur:

Stofujól  kl. 9:30 – 11:00.

Þau börn sem ekki eru sótt kl. 11:00 eru á ábyrgð umsjónarkennara til kl. 12:00.  

Árvist tekur við börnum kl. 12:00.

Nemendur 1. - 4. bekkjar geta mætt kl. 8:10 og verið til 12:00. Nemendur eru þá í gæslu í matsal skólans og fá að horfa á jólamynd. Stuðningsfulltrúar taka á móti þeim og vísa inn í matsalinn.

5. – 10. bekkur:

Stofujól kl. 09:30 – 11:00. Þessi dagur er síðasti skóladagur nemenda  fyrir jól.

Stofujól í öllum bekkjum eru hátíðleg stund þar sem nemendur koma spariklæddir með kerti, gott nesti og pakka í pakkaskipti (verðmæti u.þ.b. 700-1000 kr.)