Íþróttadagur Árskóla

Þriðjudaginn 4. mars 2014 ætlum við að halda okkar árlegu íþróttahátíð. Allir nemendur skólans mæta í skólann kl. 8:10, án námsbóka en mega hafa með sér íþróttaskó. Nemendur fara fyrst með sínum umsjónarkennara í bekkjarstofu.

Dagskráin hefst kl. 8:25 í íþróttahúsinu og lýkur u.þ.b. kl. 12:00.

Léttur „heilsubiti" í boði skólans er kl. 10:10.

Að dagskrá lokinni gefst nemendum sem skráðir eru í mat tækifæri til að snæða hádegisverð.

Að loknum hádegisverði tekur Árvist við nemendum 1. – 4. bekkjar sem skráðir eru í vistun.

Foreldrar og aðrir velunnarar velkomnir!

Auðveldast er fyrir áhorfendur að ganga inn í íþróttahús að vestanverðu.

Dagskrá í sal