Mynd af Twittersíðu Ingva Hrannars.
Það er gaman að segja frá því að einn af starfsmönnum Árskóla, Ingvi Hrannar Ómarsson kennari og frumkvöðull og Utís hópurinn, sem er lærdómssamfélag brautryðjenda í kennsluháttum, hlutu hvatningarverðlaun íslensku menntaverðlaunanna sl. föstudag. Verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi stuðning við starfsþróun íslenskra kennara með miðlun framsækinna hugmynda um skapandi skólastarf, nýsköpun og upplýsingatækni þar sem nemandinn er í brennidepli.
Menntaverðlaununum, sem veitt eru í fjórum flokkum, er ætlað að auka veg menntaumbótastarfs og vekja athygli samfélagsins á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi með börnum og unglingum.
Við óskum Ingva Hrannari og Utíshópnum hjartanlega til hamingju með þennan árangur. Þetta er sannarlega verðskuldað.
Á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar má sjá nánari upplýsingar um verðlaunin og á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins er stutt myndband frá verðlaunaafhendingunni.