Hour of Code

Vikuna 7.-11. desember var haldin Hour of Code í Árskóla þar sem allir nemendur fengu að forrita í a.m.k. klukkustund. Markmiðið með átakinu var að nemendur og starfsfólk kynnist möguleikum forritunar og vinni með rökhugsun og þrautalausnir. Verkefnin voru unnin á www.code.org , á íslensku,  sem einfaldaði og jók aðgengi yngri nemenda. Auk tungumálastillinga aðstoðuðu eldri nemendur þá yngri í sínum verkefnum. Átakið náði til yfir 140 milljón þátttakenda í yfir 180 löndum og vorum við stolt að taka þátt. Það er okkar von að þetta verði kveikjan að enn frekari vinnu í forritun og að verkefnið efli nemendur í stafrænum heimi.