Grill og gleði í Árskóla

Nemendur og starfsfólk Árskóla fögnuðu skólalokum í morgun með skrúðgöngu þar sem gengið var frá skóla að Heilbrigðisstofnuninni þar sem vinabekkirnir settu upp leikjastöðvar, sýndu nokkra leiki og sungu skólasönginn. Að því loknu var gengið að Kirkjutorgi og aftur til baka að skóla þar sem nemendur 10. bekkjar grilluðu pylsur ofan í mannskapinn og foreldrafélagið gaf nemendum íspinna.

 

Myndir frá göngunni eru hér.