Gleðilega hátíð

Í dag var síðasti skóladagurinn á þessu ári og að vanda héldum við Litlu jólin okkar með pompi og prakt. Við byrjuðum daginn á því að vinabekkirnir hittust og fóru saman í íþróttahúsið og dönsuðu í kringum jólatréð. Síðan fór hver bekkur í sína heimastofu og áttu saman hátíðarstund með pakkaskiptum og helgihaldi. Hér má sjá myndir frá jólagleðinni.

Starfsfólk Árskóla óskar ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Við hefjum svo skólahald aftur eftir stundaskrá mánudaginn 4. janúar 2016. Hafið þið það sem allra best yfir hátíðirnar.

Kveðja

Starfsfólk Árskóla