Gleðiganga Árskóla 2014

Ágætu foreldrar/forráðamenn.
Hin árlega gleðiganga Árskóla verður farin mánudaginn 26. maí frá Árskóla. Gaman væri að sem flestir mæti í litskrúðugum fatnaði í gönguna. Athugið að enginn morgunmatur verður í skólanum þennan dag þannig að nemendur eru hvattir til að borða staðgóðan morgunmat heima og e.t.v. hafa með sér ávöxt í skólann.
Skóli hefst á hefðbundnum tíma en gangan fer af stað kl. 10:00. Gengið verður frá Skagfirðingabraut sem leið liggur upp að Heilbrigðisstofnun og þar verður skólasöngurinn sunginn.  Þá er haldið niður á Skagfirðingabraut og gengið að Ráðhúsinu og til baka að Árskóla þar sem grillað verður ofan í mannskapinn. Reiknað er með að skóla ljúki þennan dag u.þ.b. kl. 11:30 - 12:00.  Þau börn sem eru í Árvist fara þangað eftir skólalok.
Viljum við nota tækifærið og bjóða alla bæjarbúa velkomna til að taka þátt í göngunni með okkur og gera sér glaðan dag í góðum félagsskap.
Við minnum á skólaslit 9. - 10. bekkjar mánudagskvöldið 26. maí kl. 19:00. Miðvikudaginn 28. maí verður skóla slitið hjá 1. - 8. bekk. 1. - 4. bekkur kl. 15:00 og 5. - 8. bekkur kl. 16:00. Tímasetningar eru auglýstar á vef Árskóla og í Sjónhorni.
Starfsfólk Árskóla.