Hin árlega gleðiganga Árskóla verður farin þriðjudaginn 29. maí frá Árskóla. Mælst er til að nemendur mæti í litskrúðugum fatnaði. Nemendur mæta kl. 8:10 í sína heimastofu hjá umsjónarkennara til undirbúnings fyrir gönguna. Gert er ráð fyrir morgunmat á venjulegum tíma.
Gangan hefst kl. 10:00. Gengið verður frá skólanum sem leið liggur upp að Heilbrigðisstofnun og þar verður farið í leiki og sungið. Þá er haldið niður á Skagfirðingabraut og gengið að Ráðhúsinu og áfram út á Kirkjutorg og aftur til baka að Árskóla þar sem grillað verður ofan í mannskapinn. Reiknað er með að skóla ljúki þennan dag u.þ.b. kl. 11:30 - 12:00.
Viljum við nota tækifærið og bjóða alla bæjarbúa velkomna til að taka þátt í göngunni með okkur og gera sér glaðan dag í góðum félagsskap.
Við minnum á skólaslitin fimmtudaginn 31. maí. Tímasetningar verða auglýstar á vef Árskóla og í Sjónhorni.
Starfsfólk Árskóla.