Gjöf til skólans

Ingólfur Sveinsson kom færandi hendi í dag og gaf Árskóla tvo uppstoppaða fugla, landsvölu og tildru.

Það er gaman að segja frá því að landsvalan sem er sjaldgæfur fugl á Íslandi, fannst í skólahúsi Árskóla við Skagfirðingabraut haustið 1973 þegar hluti hússins var enn í byggingu. Fuglinn, sem átti enga möguleika á að lifa hér á landi, flaug inn í hálfbyggt húsið. Hann var fangaður og settur í búr, en lifði aðeins tvo daga. Landsvala lifir á skordýrum sem hún tekur á flugi.

Við færum Ingólfi bestu þakkir fyrir gjöfina.