Fyrirlestur um vináttu og félagsleg samskipti

Vanda Sigurgeirsdóttir fjallar  um vináttu og félagsleg samskipti í matsal Árskóla þriðjudaginn 8.mars kl. 17:00. Fókusinn verður á mikilvægi vináttu fyrir börn, unglinga og ungt fólk og hvernig foreldrar geta hjálpað börnum sínum að eignast vini og halda þeim. Fjallað verður um samskipti foreldra við börnin sín, skólann og aðra foreldra. Einnig verður rætt um einelti og hvernig byggja megi upp bekki þar sem einelti þrífst ekki.

Vanda hefur langa reynslu af því að tala við börn og fullorðna um mikilvægi jákvæðra samskipta, vináttu og hvernig bregðast skuli við einelti. Hún hefur líka farið í bekki eða hópa og tekið á erfiðum málum með góðum árangri.

Að berjast gegn einelti er hennar hjartans mál.

Hvetjum foreldra og forráðmenn í Skagafirði til að mæta og allir áhugasamir um málefnið eru velkomnir.