Friðargangan 2014

Að venju fóru nemendur Árskóla í sínu árvissu Friðargöngu í morgun. Sjaldan hefur veðrið leikið við okkur eins og í morgun og var frábært að taka þátt í göngunni í þessu veðri. Vinabekkir gengu saman frá Árskóla og að kirkjunni þar sem nemendur mynduðu keðju frá krossinum og niður kirkjustíginn. Síðan leiddust allir nemendur skólans og létu ljósker ganga á milli alla leið upp að krossi. Síðan var tendrað á krossinum og haldið heim á leið í Árskóla þar sem piparkökur og kakó biðu nemenda. 

Myndir frá göngunni.

Umfjöllun á Feyki.is frá göngunni.