Frá 21. friðargöngu skólans

Tuttugasta og fyrsta friðarganga Árskóla fór fram í morgun. Friðargangan er ein mikilvægasta og hátíðlegasta hefðin í skólastarfinu. Þrátt fyrir breytta útfærslu göngunnar vegna samkomutakmarkana, þá var það bæði hátíðleg og dýrmæt stund þegar nemendur í 1. - 9. bekk biðu eftir að 10. bekkingar kveiktu ljós á krossinum á Nöfunum ofan við bæinn. Ljósið á krossinum logar síðan alla aðventuna og fram yfir þrettándann. Fimmtu bekkingar tendruðu einnig jólaljósin á jólatrénu á Kirkjutorgi við þetta tækifæri. Að lokinni friðargöngu áttu nemendur og starfsfólk notalega stund í skólanum, drukku kakó og borðuðu piparkökur og kleinur.
 
Hægt er að sjá upptöku af þessum viðburði á fésbókarsíðu Sveitarfélagsins á þessari slóð.