Hin árlega friðarganga Árskóla á Sauðárkróki fór fram síðastliðinn föstudag. Lagt var af stað frá Árskóla klukkan 8:30 og gengið að kirkjunni. Þá mynduðu nemendur mannlega keðju frá kirkjunni, upp kirkjustíginn og að stóra ljósakrossinum upp á Nöfum og afhentu friðarljós frá fyrsta nemenda að þeim síðasta með friðarkveðju. Neðst í keðjunni voru yngstu nemendurnir og svo koll af kolli og þeir elstu stóðu efst sem að endingu létu ljósið á táknrænan hátt tendra ljósið á krossinum. Það voru þau Eysteinn og Sara, formenn 10.bekkjar sem tendruðu ljósið að þessu sinni.