Margoft hefur komið fram í orði og verki að Árskóli er skóli sem lærir. Í gær hlýddum við á þrjú afar áhugaverð fræðsluerindi um málþroskaröskun (e. developmental language disorder, DLD) barna. Brynhildur Þöll Steinarsdóttir talmeinafræðingur fjallaði um málþroskaröskun m.a. einkenni hennar og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar og þess að aðlaga kennsluaðferðir að þörfum barna sem glíma við málþroskaröskun. Eva Berglind Ómarsdóttir talmeinafræðingur flutti erindi um mikilvægi orðaforða barna. Að lokum sagði Rósa Mary Þorsteinsdóttir leikskólakennari frá áskorunum sem dóttir hennar stendur frammi fyrir en hún glímir við málþroskaröskun.
