Forvarnardagurinn í Árskóla

Þann 9. október síðastliðinn var forvarnardagurinn haldinn í Árskóla. Nemendur í 9. bekk fengu jafnaldra sína frá Grunnskólanum austan Vatna í heimsókn og hlýddu krakkarnir á fyrirlestra, horfðu á myndbönd og unnu verkefni tengd deginum undir stjórn umsjónarkennara og deildarstjóra. Fjallað er um daginn á heimasíðu UMFÍ og þar er hægt að sjá mynd frá deginum í Árskóla. Hægt er að nálgast fréttina hér.