Dansmaraþon 10. bekkinga hófst í gærmorgun og því lauk í morgun kl. 10:00, en þá höfðu nemendur dansað í sólarhring. Okkur reiknast til að þetta sé í tuttugasta sinn sem Logi Vígþórsson danskennari dansar maraþon með 10. bekkingum. Það var mikið líf og fjör í húsinu í gær og fram eftir kvöldi og margir yngri nemendur voru sérstaklega duglegir að taka þátt í dansinum með 10. bekkingum. Fjölmargir gestir litu inn á meðan maraþonið stóð yfir og fylgdust með dansinum, fengu sér kaffi og meðlæti í kaffihúsinu eða pizzusneiðar. Það voru þreyttir en glaðir 10. bekkingar sem fóru heim í morgun.
Á feykir.is er frétt frá maraþoninu og fjölmargar myndir og myndbönd. Sjá hér: https://www.feykir.is/is/frettir/dansad-i-solarhring-myndband
Einnig bendum við á myndbandsupptökur á fésbókarsíðu skólans.