DANSMARAÞON

Dansmaraþon 10. bekkinga í Árskóla fer fram dagana 9. - 10. október.  Munu nemendur dansa frá kl. 10:00 á fimmtudegi til kl. 12:00 á föstudegi. 

  • Kaffihús er opið frá kl. 15:30 til 22:00 og þar er hægt að kaupa heimabakað bakkelsi ásamt rjúkandi kaffisopa.
  • Danssýning allra bekkja verður í íþróttahúsinu frá 17:00.
  • 10. bekkingar og foreldrar þeirra standa fyrir matarsölu á fimmtudagskvöldinu. Þá gefst bæjarbúum tækifæri til að fá mat sendan heim eða koma í matsal skólans og snæða þar á meðan fylgst er með nemendum dansa við undirleik skagfirskra tónlistarmanna.

Matseðill:

Sænskar kjötbollur með brúnni sósu, kartöflumús, salati og gosi.

Verð fyrir tvo með gosi - kr. 2500,-

Verð fyrir fjóra með gosi - kr. 4000,-

Munið að matinn þarf að panta, hvort sem hann er snæddur heima eða í skólanum.

Tekið er við pöntunum í síma 455 1177 frá kl. 15:00-18:00 fimmtudaginn 9. október.

Maraþonbolirnir seldir á staðnum – takmarkað upplag.