Brunaæfing

Í gær vorum við með brunaæfingu hérna í skólanum í tilefni 112 dagsins. Hún fór þannig fram að klukkan rétt rúmlega 10 fór brunakerfið í gang og nemendur og starfsfólk fylktu liði eftir fyrirfram ákveðnum leiðum og rýmdu skólann á örskammri stundu. Slökkvilið, lögregla og björgunarsveit voru mætt á staðinn til að allt færi nú fram eins og um venjulegt útkall væri að ræða og eftir að búið var að taka manntal þá söfnuðust nemendur skólans saman í íþróttahúsi þar sem rætt var við þá um æfinguna. Að því loknu var öllum nemendum boðið út á plan til að skoða bíla slökkviliðs og lögreglu og fór það vel fram. Viljum við nota tækifærið og þakka þeim sem komu að þessari æfingu.