Bangsadagsvika

Til að vekja áhuga barna á bókum og bókasöfnum hafa bókasöfn á Norðurlöndum tekið upp svokallaðan Bangsadag. Hefur þessi dagur verið haldinn hátíðlegur frá 1998 á mörgum söfnum.  Þessi tenging „bók og bangsi“  var valin af því að flestir eiga góða minningu um bangsann sinn og vonandi líka um uppáhaldsbókina sína.  Þ.a. bók og bangsi vekja vellíðunartilfinningu hjá flestum.  Bangsavinir völdu 27. okt. sem bangsadag.  Það er afmælisdagur Theodore (Teddy) Roosevelt fyrrverandi Bandaríkjaforseta, en fyrsti bangsinn var nefndur eftir honum, eða Teddybear.

Við í Árskóla ætlum að vera með bangsadagviku frá 28. okt. – 1. nóv. Mánudagur 28. er bangsadagur hjá 2. og 5.bekk. 29. okt. hjá 1. bekk. 30. okt. hjá 4. bekk og 1. nóv. hjá 3. bekk. Þá fá nemendur að koma með bangsann sinn í skólann, þau koma á skólasafnið og hlusta á bangsasögu. Þar eru bækur um bangsa sem þau geta skoðað og bangsamyndir til að lita. Einnig verður nafnasamkeppni fyrir nafn á bangsann 2013.