Árskóli orðinn móðurskóli Vinaliðaverkefnisins

Undirritun samnings.
Undirritun samnings.

Árskóli varð í gær móðurskóli Vinaliðaverkefnisins þegar Óskar Björnsson, skólastjóri Árskóla og Herdís Á. Sæmundardóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, undirrituðu samning þess efnis. Vinaliðaverkefnið er norskt að uppruna, það hefur á fáum árum náð mikilli útbreiðslu og er nú starfrækt í yfir 1000 skólum í Noregi.  Verkefnið hefur verið starfrækt á Íslandi í 2 ár en um tuttugu grunnskólar víðs vegar um landið taka nú þátt í verkefninu og hafa margir aðrir skólar lýst yfir áhuga á því. Nú er komið að því að Árskóli taki alfarið við umsjón verkefnisins hérlendis.