Árskóladagurinn

Opið hús í Árskóla kl. 11:00-14:00

laugardaginn 24. október

Í kjölfar þemadaga sem að þessu sinni eru tileinkaðir starfi skólans, nýjungum í kennsluháttum, hefðum, viðburðadögum, árshátíðum o.fl., verðum við með opið hús og sýningu á verkefnum nemenda í skólanum, laugardaginn 24. október kl. 11:00-14:00.

Kaffihús verður opið þar sem nemendur selja kaffi, djús og meðlæti sem þeir hafa bakað.

Einnig verður markaður með ýmsum vörum sem nemendur hafa búið til og selja.

Vinsamlegast athugið að við erum ekki með posa.

Allur ágóði rennur til tækjakaupa fyrir Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki.

Vonumst eftir að sjá ykkur sem flest.

Allir velkomnir!

 

Nemendur og starfsfólk Árskóla