Frumsamin leikrit í flutningi 8. og 9. bekkinga. Við bjóðum ykkur öll hjartanlega velkomin og lofum ykkur gleði og gríni, söng og dansi.
Sýningar í Bifröst:
Þriðjudaginn 5. desember kl. 17:00 og 20:00.
Miðvikudaginn 6. desember kl. 17:00 og 20:00.
Miðapantanir í síma 4535216, frá kl. 14:00-20:00 báða dagana.
Miðaverð: Fullorðnir kr. 1.500,- Grunnskólanemendur kr. 1.000,-
Yngstu leikhúsgestirnir (leikskólaaldur) kr. 500,-
8. bekkur - Skólastofan
Leikritið Skólastofan fjallar um hugleiðingar nemenda við samningu árshátíðarleikrits. Á leiksviðinu birtast margar þekktar persónur. Immi ananas mætir ásamt fríðu föruneyti. Vinirnir Lilli klifurmús og Mikki refur líta við ásamt fleiri dýrum úr Hálsaskógi. Ræningjarnir úr Kardimommubæ mæta rænandi og ruplandi. Með þeim verða þekktar persónur eins og Soffía frænka og Bastían bæjarfógeti. Strympur ætla svo að trylla liðið með gamansögum og dansi.
9. bekkur leiklistarval - Stutt jólasprell
9. bekkur - Rómeó og Júlía
Shakespeare mætir og kynnir leikverkið sem er saga elskenda sem eiga að heita óvinir og verða að halda ást sinni leyndri. Rómeó telur sér trú um að hann sé í ástarsorg eftir að Róselín, stúlkan sem hann hélt að hann elskaði, ákveður að ganga í klaustur. Vinir hans reyna að kæta hann og saman smygla þeir sér inn á grímuball Capulet-fjölskyldunnar. Þar kynnist Rómeó raunverulegri ást þegar hann og Júlía Capulet falla hvort fyrir öðru.