Árshátíð miðstigs

Þessa dagana er miðstigið, 5., 6. og 7. bekkur með árshátíðarsýningar í Bifröst, þar sem hver árgangur er með sitt frumsamda leikverk.

5. bekkur sýnir leikritið Merlín og fjallar það um uppgötvun krakkanna þegar þau voru að leika sér í Litlaskógi.

Leikrit 6. bekkjar heitir Heilsubælið og fjallar um ýmislegt sem á dagana hefur drifið frá í haust. 7. bekkur flytur leikritið Voði og illmennin ógurlegu en það er frumsamið af nemendum úr 7. bekk.  Leikritið fjallar um vísindamann sem vill ná yfirráðum í heiminum.

 Myndir frá árshátíðinni má sjá hér.