Árshátíð miðstigs

Árshátíðarsýningar miðstigs voru nú um miðjan nóvember. 6. og 7. bekkir riðu á vaðið með leikritunum Fólkið í blokkinni og Gullna hliðið og sýndu nemendur fjórar sýningar fyrir fullu húsi. Vikuna á eftir var komið að 5. bekk og settu þeir upp leikritið Grettis saga, sem byggt er á samnefndri sögu. 

Allir nemendur stóðu sig með miklum sóma og margir sigrar voru unnir, stórir og smáir. 

Við þökkum öllum þeim sem komu á sýningar, nutu afraksturs nemenda og studdu þá.