ÁRÍÐANDI SKILABOÐ FRÁ ALMANNAVARNARNEFND

Almannavarnarnefnd ríkislögreglustjóra hefur lýst yfir óvissustigi í Skagafirði og almannavarnarnefnd Skagafjarðar gerir ekki athugasemdir við það.

Gert er ráð fyrir að veðrið verði afar slæmt í Skagafirði ekki síst austan megin í firðinum, en einnig á Sauðárkróki. 

VIÐ VILJUM KOMA ÞEIM SKILABOÐUM Á FRAMFÆRI VIÐ FORELDRA OG STARFSFÓLK AÐ EKKI EIGI AÐ FARA AF STAÐ Í FYRRAMÁLIÐ NEMA BÚIÐ SÉ AÐ GEFA ÚT YFIRLÝSINGU UM AÐ ÞAÐ SÉ ÓHÆTT AÐ FARA AF STAÐ.

Við munum miðla upplýsingum til ykkar með tölvupósti, á vef skólans og einnig á Facebook síðu Árskóla. Viljum við hvetja ykkur til að fylgjast vel með fréttum í fyrramálið og skoða síðurnar okkar.