Árgangur 1977 frá Gagnfræðaskóla Sauðárkróks kom saman þar síðustu helgi í tilefni af því að 30 ár voru liðin frá útskrift nemenda úr skólanum. Komu þeir meðal annars við í gamla skólanum sínum og áttu þar notalega stund þar sem margar gamlar, skemmtilegar og kærar minningar voru rifjaðar upp.
Í tilefni þess vildu þeir færa skólanum sínum gjöf og var ákveðið að gefa peningagjöf sem á að nýtast til kaupa á því sem þarf fyrir stoðþjónustuna í skólanum.
Árgangurinn færði skólanum peningagjöf upp á 135 þúsund og vonast til að gjöfin komi að góðum notum.
Meðfylgjandi eru 2 myndir sem teknar voru þessa helgi, nokkrir gátu ekki komið, en þó voru tæplega 30 mættir af 63 sem voru í árganginum. Myndirnar eru teknar í kirkjugarðinum þar sem heilsað var upp á tvö þeirra sem eru búin að kveðja.
Kærar kveðjur frá árgangi ´77