Kamilla Björk Björgvinsdóttir málaði
Á dögunum lukum við í 8. EG. umfjöllun okkar um Gunnlaugs sögu ormstungu. Kennarar lásu söguna með nemendum og unnin voru mörg verkefni samhliða lestrinum. Nemendur skrifuðu t.d. bréf sem Gunnlaugur, þar sem þeir lýstu afrekum sínum á erlendri grundu, svöruðu kaflaspurningum, tóku þátt í umræðum og settu sig inn í ýmsar aðstæður sem söguhetjur. Einnig unnu allir að sameiginlegri sögulínu sem skreytir nú vegg í skólastofunni okkar.
Nemendur fengu val um með hvaða hætti þeir vildu gera sögunni skil að lestri loknum. Óhætt er að segja að nemendur hafi lagt mikinn metnað í vinnu sína. Tveir útvarpsþættir litu dagsins ljós, þrjár kvikmyndastiklur, fjögur stop motion verkefni, tónverk, málverk , þrjár ritgerðir og þrír nemendur kusu að taka lokapróf úr sögunni.
Það var Guðjón Snævar Hrannarsson sem kaus að gera tónverk byggt á sögunni. Hann hafði sögulínuna, sem hann vann að með öllum bekkjarfélögum sínum, fyrir framan sig og bjó til glæsilegt tónverk í GarageBand. Tónverkið og myndir nemenda ramma þessa frábæru sögu og menningararfinn fullkomlega inn að okkar mati.
Hér má sjá og hlusta á verkið. Við mælum með að þið hækkið í tækinu og stækkið skjáinn.
Kennarar og nemendur í 8. EG.