5.bekkur les Draugaslóð

Undanfarið hafa nemendur 5. bekkjar lesið söguna Draugaslóð eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur. Þar segir frá Eyvindi Höllusyni sem býr ásamt ömmu sinni í gömlum sumarbústað við Elliðavatn. Inn í söguna fléttast svo frásögn af Reynistaðarbræðrum á áhugaverðan hátt. Samhliða lestrinum unnu nemendur þessa skemmtilega sögulínu.