5.bekkur að vinna með eineltishugtakið

Leiksýning
Leiksýning

Föstudaginn 27. febrúar settu nemendur í fimmta bekk upp leikrit sem fjölluðu um einelti. Þeim var skipt í fimm hópa og voru umræður eftir hvert leikrit. Krakkarnir voru afskaplega duglegir og vönduðu sig mikið við að túlka aðstæður sem geta komið upp. Þetta er gert til að þau læri að takast á við erfiðar aðstæður á jákvæðan og uppbyggilegan hátt.