Í Árskóla eru nemendur með fjölbreyttan bakgrunn og tengingar sem teygja sig til fjögurra heimsálfa og vel á þriðja tug þjóðlanda. Þessi fjölbreytni endurspeglast í skólastarfinu og má m.a. sjá þjóðfána ýmissa landa í bæði almennum rýmum og í skólastofum nemenda. Unnið er að því að koma upp bókakosti á nokkrum tungumálum í bókasafni Árskóla auk þess sem samstarf við Bókasafn Móðurmáls verður stóraukið.
Við Árskóla er starfandi kennari sem hefur umsjón með kennslu nemenda sem hafa íslensku sem annað tungumál. Hann starfar í samvinnu við umsjónarkennara og deildarstjóra stoðþjónustu. Í skólanum hefur verið sett á fót fjölmenningarteymi sem hefur að leiðarljósi að efla fjölmenningarlegt samfélag Árskóla.
Í Lestrarstefnu Skagafjarðar er sérstaklega fjallað um mikilvægi tvítyngi og fjöltyngi. Þar eru eftirfarandi markmið höfð að leiðarljósi:
-
Að styðja við færni nemenda í móðurmálum þeirra
-
Að nemendur öðlist færni í íslensku
-
Að forráðamönnum tvítyngdra og fjöltyngdra nemenda sé gert kleift að taka virkan þátt og fylgjast með kennslu og námi barna sinna
-
Að virðing sé borin fyrir móðurmáli nemenda á sýnilegan hátt í skólanum
Kennari nemenda með íslensku sem annað tungumál er Inga Lára Sigurðardóttir ingalara@arskoli.is