Náms- og starfsfræðsla er kennd markvisst í 9 og 10. bekk Árskóla. Markmið náms- og starfsfræðslu eru:
- Að nemendur kynnist þeim náms-og starfsmöguleikum sem þeim standa til boða.
- Að nemendur geri raunhæfar áætlanir um náms- og starfsleiðir og geti nýtt sér ráðgjöf og upplýsingatækni í þeim tilgangi.
- Að nemendur fræðist um kynbundið náms- og starfsval.
- Að nemendur efli færni sína við að taka ákvarðanir sem byggja á sjálfsþekkingu og sjálfstæði.
- Að nemendur þekki áhugasvið sitt.
Notast er við nýlegt námsefni af vef Námsgagnastofnunar auk ítarefnis frá náms- og starfsráðgjafa:
Lokaverkefni nemenda í 10. bekk í náms- og starfsfræðslu hefur verið starfskynning, þar sem nemendur fara í 1-2 fyrirtæki og kynna sér starfsemi þess ásamt því að kynna sér eitt starf innan fyrirtækisins. Unnið er verkefni sem byggir á þessari heimsókn sem kynnt er fyrir samnemendum, umsjónarkennurum og náms- og starfsráðgjafa.